Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 03. júlí 2019 09:30
Magnús Már Einarsson
Berglind Björg: Leikurinn sem allir eru búnir að bíða eftir
Valur - Breiðablik klukkan 19:15 í kvöld
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mikil spenna og tilhlökkun fyrir þessum leik," sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks, við Fótbolta.net.

Breiðablik og Valur mætast í stórleik ársins í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld en bæði lið hafa uninð alla sjö leiki sína til þessa og verið með yfirburði í deildinni.

„Ég held að þetta sé leikurinn sem allir eru búnir að bíða eftir í sumar. Við erum allar tilbúnar í þennan leik, og býst ég við hörkuleik sem enginn vill missa af."

Berglind segir það ekki koma á óvart að Breiðablik og Valur hafi verið með yfirburði í deildinni í sumar.

„Nei í rauninni ekki. Það sást svolítið vel á undirbúningstímabilinu að þessi tvö lið voru að fara berjast um titilinn. Það sem kemur mér eiginlega mest á óvart er hversu langt liðin eru á eftir okkur."

Leikurinn í kvöld hefst á Origo-vellinum klukkan 19:15 og Berglind vonast eftir góðum stuðningi í stúkunni.

„Klárlega. Við höfum alltaf fengið frábæran stuðning frá okkar fólki og ég býst við því að það haldi áfram í þessum leik," sagði Berglind en hver er lykillinn að sigri í kvöld að hennar mati?

„Samheldni, vera með grunnatriðin á hreinu, fastar fyrir og njóta þess að spila."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner