Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 03. júlí 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ellen White: Ég er stolt af því að vera frá Englandi
Ellen White í leiknum gegn Bandaríkjunum í gær
Ellen White í leiknum gegn Bandaríkjunum í gær
Mynd: Getty Images
Ellen White, framherji enska kvennalandsliðsins, var í sárum sínum í gær eftir 2-1 tapið gegn Bandaríkjunum í undanúrslitum HM í Frakklandi.

White hefur verið stjarna mótsins hingað til en hún er með sex mörk í mótinu og er markahæst ásamt Alex Morgan. Næstar koma þær Megan Rapinoe og Sam Kerr með fimm mörk.

Hún var öflug í gær og náði að koma knettinum aftur í netið en það var dæmt af vegna rangstöðu. Hún fiskaði þá vítaspyrnu undir lokin en Steph Houghton klikkaði á punktinum.

„Ég fer bara að gráta. Ég er í rusli yfir því að komast ekki í úrslitaleikinn. Ég finn hins vegar bara fyrir stolti. Bandaríska liðið átti frábæran leik og við náðum ekki að hafa betur. Ég er stolt yfir því að vera frá Englandi og óska þeim alls hins besta í úrslitum," sagði White.

„Við gáfum allt í þetta. Við vorum slakar í fyrri hálfleik en komum okkur aftur inn í leikinn með markinu og því er þetta mjög svekkjandi. Við erum með magnaðan hóp og höfðum svo mikla trú á að komast í úrslitaleikinn en því miður tókst það ekki í dag," sagði hún í lokin.
Athugasemdir
banner
banner