Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 03. september 2021 22:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bellingham kallar eftir harðari refsingu - „Látum ekki hatrið sigra"
Mynd: EPA
Raheem Sterling og Jude Bellingham, leikmenn enska landsliðsins, urðu fyrir kynþáttafordómum í 4-0 sigri Englands gegn Ungverjalandi í Búdapest í gær.

Bellingham tjáði sig um atvikið á Twitter og sagði; „Takk fyrir öll skilaboðin. Þetta er hluti af leiknum og mun alltaf verða þangað til almennilegar refsingar verða gerðar hjá þeim sem ráða. Við getum ekki látið hatrið sigra, höldum áfram að brosa!"

Í Júlí bannaði UEFA ungverska áhorfendur á tvo leiki eftir að áhorfendur voru fundnir sekir um rasisma. Tony Burnett, framkvæmdarstjóri Kick it Out herferðarinnar furðar sig á því af hverju bannið færðist ekki yfir á leiki á vegum FIFA.

Bannið mun ekki taka gildi fyrr en í Þjóðardeildinni á næsta ári.
Athugasemdir
banner