Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 03. september 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fjölnir er Íslandsmeistari í 2. flokki karla
Mynd: Fjölnir - Baldvin Berndsen
Fjölnir er Íslandsmeistari í 2. flokki karla, en strákarnir úr Grafarvogi eru svo sannarlega búnir að eiga frábært sumar.

Fjölnir vann glæsilegan 5-0 sigur gegn ÍA í kvöld og munu enda í efsta sæti þrátt fyrir að þremur leikjum sé enn ólokið.

„Frábær árangur sem félagið er stolt af. Innilega til hamingju!" segir í tilkynningu félagsins.

Árni Steinn Sigursteinsson er búinn að vera frábær í liði Fjölnis í sumar og hefur hann gert 15 mörk. Árni, sem er fæddur árið 2003, hefur í kjölfarið fengið sín fyrstu tækifæri með meistaraflokki Fjölnis í sumar en hann er búinn að gera eitt mark í sjö leikjum í Lengjudeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner