Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 03. október 2017 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Knattspyrnusambandið leyfði Barca ekki að fresta
Mynd: Getty Images
Börsungar lentu ekki í vandræðum með Las Palmas um helgina, skoruðu þrjú og héldu hreinu. Heimamenn vildu ekki spila viðureignina á viðkvæmum tíma og báðu um frestun, sem þeir fengu ekki.

Það er mikið um að vera í Katalóníu um þessar mundir þar sem héraðið hefur aldrei komist nær því að öðlast sjálfstæði en nú. Mikil átök eru á götum Barcelona vegna sjálfstæðiskosninganna sem spænska ríkisstjórnin er mótfallin.

Þúsundir stuðningsmanna voru læstir fyrir utan völlinn þegar tilkynnt var að leikurinn yrði spilaður samkvæmt dagskrá.

Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, segist aldrei hafa fundið fyrir jafn mikilli reiði eða þurft að taka jafn erfiðar ákvarðanir og nú.

„Við skiljum vel að margir hefðu frekar kosið að fresta leiknum heldur en að spila á bak við luktar dyr, en knattspyrnusambandið vildi alls ekki leyfa okkur að fresta," sagði Bartomeu.

„Við þurftum að spila leikinn til að fá ekki refsistig og var það mín ákvörðun að halda leikvanginum lokuðum, til að senda skilaboð til alheimsins að ofbeldisfull hegðun er ekki ásættanleg hér í Barcelona."
Athugasemdir
banner
banner
banner