Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 03. október 2020 20:06
Ívan Guðjón Baldursson
3. deild: KFG sendi Vængi Júpíters á botninn
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Vængir Júpíters heimsóttu KFG í dag og gátu komið sér úr fallsæti með sigri.

Sú varð þó ekki raunin þar sem Garðbæingar skoruðu fimm mörk og héldu hreinu, þeir eru áfram í þriðja sæti án þess að eiga þó möguleika á að fara upp um deild.

KFG leiddi með einu marki þar til á lokakaflanum. Markarefurinn Veigar Páll Gunnarsson kom inn af bekknum í síðari hálfleik og gerði annað mark Garðbæinga á 82. mínútu. Jóhann Ólafur Jóhannsson og Gunnar Helgi Hálfdanarson bættu þremur mörkum við á lokakaflanum.

Vængirnir féllu niður í botnsætið á markatölu eftir tapið en þeir eiga þó leik til góða á næstu lið. Þeir eru tveimur stigum frá sameinuðu liði Hattar og Hugins sem er í öruggu sæti.

Augnablik hafði þá betur gegn Tindastóli eftir að hafa lent undir.

Stólarnir komust yfir undir lok fyrri hálfleiks en Augnablik svaraði með tveimur mörkum rétt eftir leikhlé og stóð uppi sem sigurvegari.

Tindastóll 1 - 2 Augnablik
1-0 Luke Morgan Conrad Rae ('43)
1-1 Brynjar Óli Bjarnason ('50)
1-2 Nökkvi Egilsson ('55)

KFG 5 - 0 Vængir Júpíters
1-0 Gylfi Karl Gíslason ('39)
2-0 Veigar Páll Gunnarsson ('82)
3-0 Jóhann Ólafur Jóhannsson ('83)
4-0 Gunnar Helgi Hálfdanarson ('86)
5-0 Gunnar Helgi Hálfdanarson ('90)

Það getur tekið tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner