Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 03. október 2020 20:29
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir: Sterling og James bestir - Mendy og Pickford verstir
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling var besti maður vallarins er Manchester City gerði jafntefli við Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Man City átti góðan fyrri hálfleik en heimamenn í Leeds skiptu um gír eftir leikhlé og voru óheppnir að standa ekki uppi sem sigurvegarar.

Þrátt fyrir góðan síðari hálfleik er enginn leikmaður Leeds sem fær meira en 7 í einkunn hjá Sky Sports. Sterling er eini maður vallarins sem skaraði verulega framúr en hann var afar líflegur og gerði eina mark Man City í leiknum.

Rodrigo Moreno, sem var líflegur eftir að hafa komið inn af bekknum og gerði jöfnunarmark Leeds, fékk 7 í einkunn eins og flestir liðsfélagar sínir.

Benjamin Mendy þótti verstur á vellinum og fékk 4, enda gerðist hann sekur um nokkur mistök í dag. Ezgjan Alioski var verstur í liði Leeds með 5 í einkunn.

Leeds: Meslier (6), Ayling (7), Koch (7), Cooper (7), Phillips (7), Helder Costa (6), Klich (6), Dallas (7), Alioski (5), Bamford (6), Roberts (6).
Varamenn: Poveda-Ocampo (7), Rodrigo (7),Davis (6).

Man City: Ederson (6), Walker (6), Dias (6), Laporte (7), Mendy (4), Rodri (6), Mahrez (6), De Bruyne (7), Foden (6), Torres (6), Sterling (8).
Varamenn: Ake (6), Bernardo Silva (6), Fernandinho (6).



Fyrr í dag hafði Everton betur gegn Brighton og fékk Gylfi Þór Sigurðsson 7 í einkunn fyrir góða frammistöðu þar sem hann lagði fyrsta mark leiksins upp.

James Rodriguez var besti maður vallarins en Abdoulaye Doucoure, Yerry Mina og Dominic Calvert-Lewin þóttu einnig skara framúr. Solly March er eini leikmaður Brighton sem fær yfir 7 í einkunn.

Jordan Pickford var verstur á vellinum þar sem hann virkaði afar óöruggur og gaf gestunum eitt mark á silfurfati.

Everton: Pickford (5), Digne (6), Keane (6), Mina (8), Coleman (7), Davies (6), Sigurdsson (7), Doucoure (8), Richarlison (6), Calvert-Lewin (8), James (9)
Varamenn: Delph (6), Walcott (6), Iwobi (6)

Brighton: Ryan (6), Lamptey (6), White (6), Webster (6), Dunk (6), Bissouma (6), March (8), Trossard (7), Alzate (6), Connolly (6), Maupay (7)
Varamenn: Gross (6), Lallana (6), Veltman (6)
Athugasemdir
banner
banner
banner