Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 03. október 2020 15:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeildin: Toppliðin unnu og Vestri vann í Eyjum
Lengjudeildin
Vuk gerði tvennu fyrir Leikni.
Vuk gerði tvennu fyrir Leikni.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Lærisveinar Bjarna Jó tóku þrjú stig í Vestmannaeyjum.
Lærisveinar Bjarna Jó tóku þrjú stig í Vestmannaeyjum.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Þórir skoraði sigurmark Fram.
Þórir skoraði sigurmark Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru fjórir leikir að klárast í hinni bráðskemmtilegu Lengjudeild karla þar sem mikil spenna er í toppbaráttunni og í fallbaráttunni.

Það er þriggja hesta kapphlaup á báðum endum deildarinnar. Tvö af þrjú efstu liðunum eru búin að spila í dag og unnu þau bæði leiki sína, Leiknir Reykjavík og Fram.

Leiknismenn fóru á Ólafsvík og unnu þar góðan sigur. Vuk Oskar Dimitrijevic, serbneska blómið, kom Leiknismönnum yfir undir lok fyrri hálfleiks með marki beint úr hornspyrnu.

Sævar Atli Magnússon gerði annað mark Leiknismanna og Vuk bætti svo við öðru marki sínu. Emmanuel Eli Keke minnkaði muninn í 3-1 en lengra komust Ólsarar ekki.

Leiknir er eins og er á toppi deildarinnar með 42 stig, en Keflavík er með 40 stig og er þessa stundina að spila við Leikni Fáskrúðsfjörð. Víkingur Ó. er í níunda sæti með 19 stig.

Fram er með 42 stig eins og Leiknir eftir 1-0 sigur gegn Þrótti Reykjavík á heimavelli. Þórir Guðjónsson skoraði eina mark leiksins eftir stundarfjórðung en Þróttarar voru að spila undir stjórn nýrra þjálfara í dag. Tómas Ingi Tómasson virðist vera aðalþjálfarinn í nýju teymi, en Þróttur er í tíunda með 12 stig, eins og Magni og Leiknir F. sem eru í fallsæti á markatölu.

ÍBV, liðið sem spáð var efsta deildarinnar, tapaði á heimavelli gegn Vestra þar sem Gary Martin klúðraði vítapsyrnu áður en Sergine Modou Fall kom Vestra yfir. Sito jafnaði fyrir ÍBV en Daníel Agnar Ásgeirsson kom Vestra aftur yfir fyrir leikhlé. Nacho Gil gerði þriðja mark Vestra stuttu eftir leikhlé og þar við sat.

Vestri hefur átt mjög gott tímabil og er í sjötta sæti með 29 stig. ÍBV situr í fimmta sæti með 30 stig, einu stigi meira en Vestri sem komst upp úr 2. deild í fyrra.

Þá vann Afturelding góðan sigur á heimavelli gegn Grindavík. Afturelding komst í 3-0 í leiknum en Guðmundur Magnússon náði að minnka muninn í 3-2 með tveimur mörkum fyrir Grindvíkinga. Lengra komust gestirnir ekki og lokatölur því 3-2.

Afturelding er í áttunda sæti með 25 stig og Grindavík er í fjórða sæti með 32 stig.

Afturelding 3 - 2 Grindavík
1-0 Viktor Guðberg Hauksson ('40 , sjálfsmark)
2-0 Valgeir Árni Svansson ('58 )
3-0 Hafliði Sigurðarson ('59 )
3-1 Guðmundur Magnússon ('67 )
3-2 Guðmundur Magnússon ('86 , víti)
Rautt spjald: Oskar Wasilewski, Afturelding ('78)

Fram 1 - 0 Þróttur R.
1-0 Þórir Guðjónsson ('15 )

ÍBV 1 - 3 Vestri
0-0 Gary John Martin ('21 , misnotað víti)
0-1 Sergine Modou Fall ('23 )
1-1 Jose Enrique Seoane Vergara ('32 )
1-2 Daníel Agnar Ásgeirsson ('36 )
1-3 Ignacio Gil Echevarria ('48 )

Víkingur Ó. 1 - 3 Leiknir R.
0-1 Vuk Oskar Dimitrijevic ('45 )
0-2 Sævar Atli Magnússon ('66 )
0-3 Vuk Oskar Dimitrijevic ('72 )
1-3 Emmanuel Eli Keke ('81 )

Leikur Keflavíkur og Leiknis F. er í fullum gangi. Hægt er að nálgast textalýsingu hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner