Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 03. október 2020 14:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Hodgson gerði sitt besta til að krjúpa á kné
Roy Hodgson.
Roy Hodgson.
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson stýrði sínum mönnum í Crystal Palace gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Það fór ekki vel hjá lærisveinum Hodgson því þeir töpuðu 4-0.

Hodgson er enn í fullu fjöri í starfinu sem hann elskar þrátt fyrir að vera orðinn 73 ára gamall.

Hodgson byrjaði að þjálfa fyrir 44 árum síðan þegar hann tók við Halmstad í Svíþjóð. Hann hefur síðan þjálfað í Sviss, Ítalíu og Finnlandi svo eitthvað sé nefnt.

Síðustu árin hefur hann þjálfað á Englandi og hefur hann stýrt Crystal Palace frá 2017.

Það hefur skemmtilegt myndband verið í dreifingu á samfélagsmiðlum í dag þar sem Hodgson gerir sitt besta til að krjúpa á kné fyrir leikinn. Það er ekki mikið pláss til þess hjá varamannabekk Chelsea, en Hodgson, sem er eins og áður segir 73 ára, gerir sitt besta til að krjúpa.

Leikmenn, þjálfarar og dómarar í ensku úrvalsdeildinni krjúpa á kné fyrir leiki til að sýna stuðning við Black Lives Matter baráttuna þar sem barist er fyrir jafnrétti kynþátta.

Hér að neðan má sjá myndbandið. Vel gert hjá Hodgson.


Athugasemdir
banner
banner