Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 03. nóvember 2020 18:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katar: Markalaust í toppslagnum í bikarkeppninni
Aron Einar byrjaði á miðjunni hjá Al Arabi.
Aron Einar byrjaði á miðjunni hjá Al Arabi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson spilaði 75 mínútur þegar Al Arabi gerði markalaust jafntefli við Al Gharafa í bikarkeppni í Katar.

Þetta var toppbaráttuslagur í riðlinum og hefði Al Arabi getað komist á toppinn með sigri, en það tókst ekki hjá Íslendingaliðinu í Katar.

Lærisveinar Heimis Hallgrímssonar í Al Arabi hafa núna spilað fjóra leiki í bikarkeppninni á þessu tímabili og er með átta stig í öðru sæti B-riðils, en spilað er í tveimur riðlum til að byrja með. Fjögur efstu liðin fara áfram í 8-liða úrslit. Al Gharafa er á toppi riðilsins með tíu stig.

Bæði Al Arabi og Al Gharafa eru komin áfram í 8-liða úrslit keppninnar.

Al Arabi fór í úrslitin í þessari bikarkeppni á síðasta tímabili en tapaði þá fyrir lærisveinum spænsku goðsagnarinnar Xavi í Al Sadd. Santi Cazorla, fyrrum leikmaður Arsenal, skoraði í bikarúrslitunum fyrir Al Sadd.
Athugasemdir
banner