Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 03. nóvember 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Mbappe og Salah markahæstir eftir riðlakeppnina
Mohamed Salah er með sjö mörk og Diogo Jota er með fjórar stoðsendingar
Mohamed Salah er með sjö mörk og Diogo Jota er með fjórar stoðsendingar
Mynd: EPA
Kylian Mbappe og Mohamed Salah eru markahæstu menn Meistaradeildar Evrópu eftir riðlakeppnina en báðir eru komnir með sjö mörk.

Mbappe skoraði fyrra mark Paris Saint-Germain í 2-1 sigrinum á Juventus í gær og gerði því sitt sjöunda mark á tímabilinu. Þá er hann með þrjár stoðsendingar.

Á meðan skoraði Salah fyrra mark Liverpool í 2-0 sigrinum á Napoli á þriðjudag. Það var sjöunda mark hans á tímabilinu. Salah er aðeins með eina stoðsendingu.

Robert Lewandowski, Erling Braut Haaland og Mehdi Taremi koma næstir með 5 mörk. Lewandowski hefur lokið keppni í keppninni þetta árið og þá spilaði Haaland aðeins fjóra leiki í riðlakeppninni.

Portúgölsku landsliðsmennirnir Diogo Jota og Joao Cancelo eru með flestar stoðsendingar ásamt Lionel Messi eða fjórar talsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner