Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 03. desember 2021 21:49
Victor Pálsson
Elías Már byrjaði í tapi - Alexandra kom ekki við sögu
Mynd: Nimes
Al-Arabi tapaði leik í QSL bikarnum í Katar í gær er liðið spilaði við Al-Gharafa á útivelli í B riðli.

Aron Einar Gunnarsson var ekki með liði Al-Arabi í þessum leik en þetta var annað tap liðsins í riðlinum hingað til.

Al-Gharafa vann 2-1 heimasigur og er nðú með átta stig í fjórða sætinu. Al-Arabi er með níu stig í því þriðja, rétt eins og Al Sailuya og Al Khor sem eru í sætunum fyrir ofan.

Í Frakklandi þá spilaði Elías Már Ómarsson með liði Nimes sem mætti Rodez í B-deildinni.

Elías komst ekki á blað að þessu sinni en Nimes tapaði leiknum með einu marki gegn engu. Hann var tekinn af velli á 77. mínútu.

Í kvennaboltanum þá var Alexandra Jóhjannsdóttir þá allan tímann á varamannabekk Frankfurt sem gerði 3-3 jafntefli heima við Potsdam.

Frankfurt er í toppbaráttunni í Þýskalandi og er með jafn mörg stig og Wolfsburg sem er á toppnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner