Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 04. febrúar 2019 21:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mynd: Mark Liverpool átti ekki að standa - Augljós rangstaða
Mynd: Getty Images
Það er búið að flauta til hálfleiks í leik West Ham og Liverpool sem er núna í gangi í ensku úrvalsdeildinni. Staðan í hálfleik er 1-1.

Sadio Mane kom Liverpool yfir á 22. mínútu, en Michail Antonio jafnaði fyrir West Ham á 28. mínútu.

Mark Liverpool hefði hins vegar aldrei átt að standa þar sem James Milner var rangstæður í aðdraganda marksins. Aðstoðardómarinn var nú ekki langt frá, en samt var hann á því að Milner hafi ekki verið rangstæður.

Seinni hálfleikurinn er framundan, en þetta er klárlega eitthvað sem gæti skipt sköpum í titilbaráttunni. Liverpool er sem stendur á toppnum með tveggja stiga forystu á Manchester City.

Smelltu hér til að sjá mynd.



Athugasemdir
banner
banner
banner