Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 04. maí 2022 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaraspáin - Skiptar skoðanir hvort liðið fer áfram
Það fara fáar hökur í gólf ef Benzema skorar í kvöld
Það fara fáar hökur í gólf ef Benzema skorar í kvöld
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net
Fara Foden og félagar áfram?
Fara Foden og félagar áfram?
Mynd: Getty Images
Seinni leikur í einvíginu milli Real Madrid og Manchester City í undanúrslitum Meistaradeildarinnar fer fram í kvöld. Leikið er á Santiago Bernabeu leikvanginum í Madríd. City fer í leikinn með eins marks forystu eftir fyrri leikinn á Etihad. Flautað verður til leiks klukkan 19:00 og er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

Sérfræðingar í Meistaraspánni í ár eru þeir Halldór Árnason og Sigurður Heiðar Höskuldsson. Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást 3 stig en 1 stig ef rétt tákn er á leiknum.

Siggi missti af stigi gegn keppinautum sínum í gær þar sem Liverpool kom til baka. Enginn var með réttar lokatölur.

Halldór Árnason:

Real Madrid 1 - 2 Man City
Eftir að hafa afskrifað Real Madrid nokkrum sinnum í gegnum keppnina, myndi einhver segja að það væri kominn tími til að taka þá alvarlega. Á ótrúlegan hátt eru þeir ennþá með í þessu einvígi, þrátt fyrir að hafa verið miklu slakara liðið í leiknum á Etihad - eins og í raun öllum leikjum þeirra í útsláttarkeppnini.

En gæðin fram á við virðast alltaf skila mörkum, og þegar sagan er skoðuð er liðið á fjórða ár síðan Real Madrid skoraði ekki síðast í heimaleik í Meistaradeildinni. Með Benzema í ótrúlegu formi skora þeir amk eitt mark, og gætu jafnvel sett tvö. En það verður ekki nóg og City fer áfram.

Tvö langbestu lið Evrópu munu mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 28. maí og fólk getur byrjað að hlakka til.

Siggi Höskulds:

Real Madrid 2 - 1 Man City
Fyrri leikurinn stórkostlegur. Þessi verður aðeins lokaðri svona framan af. Það þarf allt að ganga upp svo að lið hendi City úr keppni og ég sé Real alveg gera það í kvöld.

2-1 og Real vinnur svo í vító.

Fótbolti.net - Egill Sigfússon

Real Madrid 2(3) - 1 Man City
Phil Foden kemur City yfir í fyrri hálfleik en Benzinn jafnar úr vítaspyrnu rétt fyrir hálfleik. Svo skorar Benzema 2-1 í seinni hálfleik og klárar þetta með þrennunni í framlengingunni. Þrenna frá Benzanum og Real mættir til Parísar!

Staðan í heildarkeppninni
Fótbolti.net - 20
Halldór Árnason - 18
Sigurður Heiðar Höskuldsson - 14
Athugasemdir
banner
banner