Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 04. maí 2022 07:00
Brynjar Ingi Erluson
„Ekki nógu góður til að vera varamarkvörður í ensku B-deildinni"
Geronimo Rulli var slakur í báðum leikjunum gegn Liverpool
Geronimo Rulli var slakur í báðum leikjunum gegn Liverpool
Mynd: EPA
Argentínski markvörðurinn Geronimo Rulli var slakasti maður vallarins í gær er Villarreal tapaði fyrir Liverpool, 3-2, á El Madrigal á Spáni en Jason Cundy á talkSPORT var í áfalli yfir frammistöðu hans í viðureigninni.

Rulli kostaði Villarreal í fyrri leik liðanna á Anfield. Jordan Henderson átti þá einhverskonar fyrirgjöf sem fór af Pervis Estupinan, breytti um stefnu og blakaði Rulli boltanum í netið.

Liverpool setti þá í næsta gír og bætti við öðru marki og leiddi í einvíginu, 2-0.

Í gær átti hann að gera betur í fyrsta marki Liverpool er Fabinho skaut beint á hann en boltinn fór undir markvörðinn. Rulli seldi sig þá ódýrt í þriðja markinu er hann tók skógarhlaup og ætlaði sér að mæta Mané en senegalski sóknarmaðurinn hafði betur, komst framhjá honum og kláraði svo af stuttu færi.

„Markvörðurinn, hann er skelfilegur. Mér þykir fyrir því að segja þetta en hann átti fjögur af þessum fimm mörkum," sagði Cundy, sem spilaði meðal annars með Chelsea og Portsmouth.

„Hvernig ferðu inn í undanúrslit Meistaradeildarinnar með markvörð sem er ekki nógu góður til að vera varamarkvörður í ensku B-deildinni?"

„Nei svona í allri hreinskilni. Það eru mörg félög á eftir Sam Johnstone og hann er að verða samningslaus. Hann er betri markvörður en þessi sem ég sá í gær og það sem við höfum séð í síðustu tveimur leikjum,"
sagði Cundy á talkSPORT.
Athugasemdir
banner
banner