Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 04. maí 2022 11:40
Elvar Geir Magnússon
Rodgers gaf Mourinho vínflösku en vill sjálfur fá tebolla
Mourinho og Rodgers faðmast.
Mourinho og Rodgers faðmast.
Mynd: Getty Images
Jamie Vardy er klár í að byrja.
Jamie Vardy er klár í að byrja.
Mynd: EPA
1-1 jafntefli varð niðurstaðan í fyrri leik Leicester og Roma í undanúrslitum Sambandsdeildarinnar en seinni leikurinn verður í ítölsku höfuðborginni annað kvöld.

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, staðfesti á fréttamannafundi í dag að sóknarmaðurinn reynslumikli Jamie Vardy væri tilbúinn að byrja í leiknum.

„Vardy er klár, James Maddison og Kiernan Dewsbury-Hall eru líka í lagi. Þeir hafa æft. Það eru allir leikfærir nema Wilf Ndidi og Ryan Bertrand," segir Rodgers.

„Liðið þarf að sýna sama karakter og það gerði til að komast á þetta stig. Við vitum hvernig klára á verkefnið. Viðureignirnar gegn Rennes og PSV voru erfiðar, gegn góðum liðum. Þetta er ekki ósvipað."

„Ég tel að leikurinn á morgun verði svipaður fyrri leiknum en Roma gæti sótt meira. Helsta ógnin frá þeim kemur úr skyndisóknum og föstum leikatriðum. Þeir eru með heimavöllinn og græða á því en við kunnum að spila í svona andrúmslofti og ég hef ekki áhyggjur."

„Við ætlum okkur í úrslit. Leikmenn eiga að fara í þennan leik og njóta þess að spila hann. Við erum meðvitaðir um að við erum að fara í strembið umhverfi en þetta er annað skref fram á við í þróun og þroska liðsins."

Rodgers gaf kollega sínum Jose Mourinho vínflösku eftir fyrri leikinn í Leicester, býst hann við að fá gjöf frá Mourinho á morgun?

„Vonandi fæ ég tebolla. Ég er ekki mikill drykkjumaður en finnst fint að fá mér eitt vínglas. Hann þarf ekki að endurgreiða neitt, þetta var virðingarvottur," segir Rodgers.
Athugasemdir
banner