Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 04. maí 2022 18:08
Brynjar Ingi Erluson
Zlatan segist besti leikmaður MLS-deildarinnar frá upphafi - „Þetta eru staðreyndir"
Zlatan Ibrahimovic
Zlatan Ibrahimovic
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic var samur við sig er hann mætti í viðtal í þáttinn Gab og Jul á ESPN á dögunum en hann fullyrti þar að hann væri sá allra besti í sögu MLS-deildarinnar.

Zlatan spilaði tvö tímabil í Bandaríkjunum þar sem hann skoraði 53 mörk í 58 leikjum með Los Angeles Galaxy.

Svíinn lék sér að andstæðingum sínum en tókst þó ekki að vinna titil með liðinu áður en hann gekk í raðir Milan.

Fáir eru með sjálfstraustið sem Zlatan hefur en hann fullyrti að hann væri sá besti í sögu MLS-deildarinnar.

„Ég er mjög ánægður og þakklátur MLS-deildinni fyrir það tækifæri sem mér var gefið. Mér fannst ég vera á lífi en vandamálið var að ég aðeins of ferskur. Þannig ég var alltof góður fyrir þessa keppni og ég sýndi það," sagði Zlatan.

„Ég er sá allra besti sem hefur spilað í MLS-deildinni og það hefur ekkert með egóið mitt að gera eða að ég sé eitthvað að monta mig. Þetta eru bara staðreyndir."

„Ég naut þess að vera þarna og mér leið vel. Ég er ánægður með hvernig þeir vinna og hvernig þeir markaðssetja hlutina. Þetta var besta leiðin fyrir mig að koma til baka eftir meiðsli og ég var í besta formi lífsins. Ég er stoltur af því að hafa spilað í MLS því það var sagt við mig að vellirnir væru frekar tómlegir."

„Meðan ég var þarna þá var enginn völlur tómur. Það var allt uppbókað, þannig ég get ekki kvartað og er mjög ánægður að hafa verið þarna,"
sagði Zlatan.
Athugasemdir
banner
banner