Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 04. júní 2021 21:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
PSG reynir að stela Wijnaldum frá Barcelona
Georginio Wijnaldum.
Georginio Wijnaldum.
Mynd: Getty Images
Paris Saint-Germain í Frakklandi er að reyna að stelja hollenska miðjumanninum Georginio Wijnaldum úr greipum Barcelona.

Wijnaldum verður samningslaus eftir tæpan mánuð og hann mun þá yfirgefa Liverpool.

Hann hefur spilað stórt hlutverk í frábærum árangri Liverpool undanfarin ár. Hann var mikilvægur hluti af liðinu sem vann ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina.

Wijnaldum hefur verið sterklega orðaður við Barcelona og nánast talið bókað að hann myndi fara til spænska stórveldisins í sumar. Ítalski fjölmiðlamaðurinn Fabrizio Romano, sem er mjög áreiðanlegur, segir að PSG sé búið að bjóða Wijnaldum himinhá laun á samningi til 2024.

Það verður spennandi að sjá hvað Wijnaldum gerir en það kemur væntanlega í ljós á næstu dögum. Hann mun spila með Hollandi í sumar.


Athugasemdir
banner
banner