Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 04. september 2020 12:27
Elvar Geir Magnússon
Jón Dagur og Andri hafa heillað Kára
Icelandair
Kári Árnason á landsliðsæfingu.
Kári Árnason á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason verður með fyrirliðabandið á morgun þegar Ísland og England eigast við. Hann sat fyrir svörum á fréttamannafundi í morgun en hér má sjá hvað varnarmaðurinn reyndi hafði að segja:

Mikill munur á venjulegu landsliðsverkefni og núna fyrst liðið er í 'búbblunni'?
„Í rauninni ekki. Við höfum haft frítíma í hinum verkefnunum og getað skotist eitthvað út en þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta það sama. Menn eru að einbeita sér að verkefninu framundan."

Um ungu mennina:
„Það kemur maður í manns stað og nú er tækifæri fyrir unga menn að stíga upp og sýna hvað þeir geta. Vonandi gera þeir það og festa sig í sessi."

Munurinn á enska landsliðinu núna og því sem við unnum 2016:
„Þetta er allt annað lið. Það eru nokkrir leikmenn sem eru þeir sömu, Sterling er orðinn eldri og betri. Það sama gildir um Harry Kane. Þetta er mun yngra lið og hefur meiri hlaupagetu og hraða. Þessi framlína hjá þeim er á heimsmælikvarða en að sama skapi þekkjum við þá vel og treystum okkur í þetta verkefni."

Um fjarveru lykilmanna:
„Það er alltaf svekkjandi þegar menn komast ekki. Við erum ekki það heppnir að geta valið úr endalaust af leikmönnum. Hvert tilfelli er mismunandi og menn þurfa bara að horfa á þetta sem tækifæri."

Um áhorfendaleysið:
„Þetta hjálpar okkur ekki. Það er alltaf gaman að spila hérna og við töpum ekki oft á Laugardalsvelli. Þegar við þurfum á þeim að halda gegn svona sterkum andstæðingum þá er vont að hafa ekki áhorfendur. Þetta verður skrítið."

Ánægður með Jón Dag Þorsteinsson og Andra Fannar Baldursson:
„Mjög vel. Ég er mjög hrifinn af Jóni Degi og Andra. Þeir hafa heillað mig á æfingu. Þeir hafa sýnt gæði og samviskusemi. Framtíðin er mjög björt hjá þeim og vonandi fáum við að sjá meira af þeim."
Athugasemdir
banner
banner