Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 04. september 2020 19:29
Magnús Már Einarsson
Kai Havertz til Chelsea (Staðfest)
Mynd: Chelsea
Chelsea hefur keypt sóknarmiðjumanninn Kai Havertz frá þýska félaginu Bayer Leverkusen.

Havertz skrifaði undir fimm ára samning hjá Chelsea nú í kvöld.

Kaupverðið hljóðar upp á 72 milljónir punda en það gæti hækkað upp í 90 milljónir punda með árangurstengdum greiðslum. Havertz er því dýrasti leikmaðurinn í sögu Chelsea.

Hinn 21 árs gamli Havertz var ónotaður varamaður hjá þýska landsliðinu gegn Spáni í Þjóðadeildinni í gær en hann fór í kjölfarið til Englands til að ganga frá félagaskiptunum.

Havertz hefur verið orðaður við Chelsea í allt sumar og nú eru samningar í höfn.

Chelsea hefur verið á fullu á félagaskiptamarkaðinum í sumar en auk Havertz hafa Timo Werner, Hakim Ziyech, Ben Chilwell, Thiago Silva, Malang Sarr og Xavier Mbuyamba komið til félagsins.



Athugasemdir
banner
banner
banner