Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 04. september 2020 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Raggi Sig: Fannst Englendingar líta niður á okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Ísland tekur á móti Englandi í Þjóðadeildinni á morgun og er þetta tækifæri fyrir enska landsliðið til að hefna sín eftir óförina á EM 2016, þegar Ísland hafði óvænt betur og sló fótboltaþjóðina miklu úr keppni í 16-liða úrslitum.

England komst yfir í leiknum en Ragnar Sigurðsson jafnaði og bjargaði svo marki síðar í leiknum með frábærri tæklingu á Jamie Vardy.

Ragnar var tekinn í viðtal af Daily Mail, sem ræddi einnig við Jordan Henderson og Adam Lallana.

„Ég mun aldrei gleyma þessum leik. Ég hugsa um hann af og til og er oft spurður út í hann. Ég er aldrei spurður út í markið sem ég skoraði, öllum er sama um það. Það var frábær tilfinning að skora en mér er sama um að skora mörk, ég vil sigra. Tæklingin var líklega það besta sem ég gerði í leiknum. Hún var gífurlega mikilvæg," sagði Raggi.

„Á göngunum fyrir leikinn fékk ég á tilfinninguna að þeir litu niður á okkur, eins og þeir væru kílómetrum fyrir ofan okkur. Ég veit ekki hvað þeir voru að hugsa en þetta var tilfinningin sem ég fékk og þegar þeir komust yfir snemma leiks þá frömdu þeir sjálfsmorð. Þeir héldu að þetta yrði auðveldur leikur eftir að fyrsta markið datt inn en svo breyttust spilin í borði.

„Þetta er eitt af því besta við fótbolta, hver sem er getur unnið hvern sem er. Ef þú mætir ekki með rétt hugarfar geturðu tapað fyrir andstæðingum sem eiga að teljast mikið verri. Það kemur sér vel fyrir okkur að mæta hrokafullum andstæðingum, það eykur líkurnar á að ná í góð úrslit."


Raggi rifjaði svo upp það sem gerðist að leikslokum þegar Englendingar gengu af velli á meðan Strákarnir okkar fögnuðu fyrir framan þúsundi aðdáenda.

„Við hlupum allir beint að hornfánanum til að fagna þegar dómarinn flautaði af. Við tókum ekki í höndina á ensku leikmönnunum þar sem þeir voru farnir af velli þegar við hættum að fagna. Ég labbaði framhjá Roy Hodgson á leið í viðtal, hann sýndi mikla virðingu og tók í höndina á mér."

Raggi var maður leiksins en segist ekki hafa hugsað um að skipta á treyjunni sinni fyrir enska treyju.

„Ég skipti ekki á treyjum að leikslokum. Ég er ekki að safna treyjum. Ég hef ekkert gegn því en hvað á ég að gera við þessar treyjur? Ég er ekki að fara að hengja þær uppá veggina heima hjá mér."
Athugasemdir
banner
banner