Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 04. september 2021 12:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Saul: Áhætta að senda leikmann eins og mig á lán
Mynd: EPA
Saul Niguez gekk til liðs við Chelsea á láni frá Atletico Madrid á lokadegi félagsskiptagluggans.

Saul hefur leikið 340 leiki með Atletico en Chelsea hefur möguleika á að kaupa hann næsta sumar og gæti hann því hafa leikið sinn síðasta leik fyrir spænska félagið.

Saul hefur tjáð sig um félagsskiptin en hann skilur ekki hvers vegna hann var lánaður.

„Leikmaður eins og ég að fara á láni er áhætta. Það er fjárfesting í mér. Síðustu þrjú tímabil hafa ekki verið auðveld fyrir mig og mína fjölskyldu," sagði Saul.

Hann sagði enn fremur að hann hafi ekki verið sáttur með að fá ekki að kveðja aðdáendurna almennilega.

„Það er synd að ég hafi ekki fengið að kveðja aðdáendurnar og útskýra hvernig mér leið."

Enrique Cerezo forseti Atletico tjáði sig um stöðu Saul hjá félaginu.

„Saul var ekki ánægður með stöðuna sem hann var að spila í og ákvað að fara. Hvert sem hann fer þá verður hann alltaf frábær leikmaður og elskaður hjá Atletico Madrid."
Athugasemdir
banner
banner
banner