Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   sun 04. september 2022 21:04
Haraldur Örn Haraldsson
Nonni Sveins: Líður eins og við höfum tapað leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Sveinsson þjálfari Fram var virkilega svekktur eftir að liðið hans missti unnin leik niður í jafntefli á lokamínútunni gegn KA í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 2 -  2 KA

„Þetta eru bara svekkelsi, við áttum að vinna stærra en við fáum á okkur 2 mörk í restina og ég meina mörk breyta leikjum og þegar þeir skora 2-1 þá fengu þeir smá kraft til þess að klára leikinn. Við á hinn bóginn erum bara klaufar að koma ekki boltanum í betri færi, við vorum að taka góða hlaup og vorum með góðar stöður 4 á móti 4, 3 á móti 3 hátt upp á vellinum en náðum ekki að nýta okkur það og bara líður eins og við höfum tapað leiknum."

Fram var heilt yfir betra liðið í dag og þeir geta kannski nagað sig svolítið í handabakið að hafa ekki skorað jafnvel fleiri mörk í dag.

„Ég er ekkert að segja að við höfum vaðið í færum en við vorum að komast í mjög góðar stöður sérstaklega þarna í restina þegar þeir voru að reyna leggja allt í sölurnar til að jafna leikinn. Þá voru þeir mjög opnir og við vorum að fá góð hlaup frá Jannik til dæmis og Albert en því miður þá náðum við ekki að nýta okkur það og við tókum rangar ákvarðanir með boltan fannst mér og fengum það í andlitið þannig þetta var niðurstaðan."

Albert Hafsteinsson kemur inn á sem varamaður í hálfleik og skilar 2 stoðsendingum. Akkúrat það sem þjálfari vill fá frá varamönnunum sínum.

„Það var náttúrulega ástæðan fyrir því að við sendum hann inn á. Við vitum alveg hvað Albert gefur okkur, hann er að taka góð hlaup og bæði mörkin koma þannig að hann er að hlaupa bakvið vörnina og finnur Fred í bæði skiptin þannig það var virkilega vel gert hjá honum og það var ástæðan fyrir því að við gerðum þessa breytingu."

Nú eru 2 leikir eftir af deildinni þangað til hún skiptist. Fram situr í 7. sæti 3 stigum á eftir KR sem er í 6.sæti sem er einmitt síðasta plássið í efri hlutanum.

„Þess vegna er þetta þá kannski bara ennþá meira svekkjandi að við höfum ekki klárað þennan leik í dag. Þetta er bara barátta hver einasti leikur og næst er bara út í eyjar sem er alveg gríðarlega erfitt. ÍBV á góðri siglingu og hafa algjörlega verið að ná vopnum sínum þannig við þurfum að vera klárir í þann slag. Svo verðum við bara að sjá eftir þessa 2 leiki hver staðan er, stigafjöldi og annað hvar við stöndum. Þá tekur einhverskona úrslitakeppni við og tíminn leyðir það bara í ljós hvar við endum í þessu."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner