Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 04. október 2020 13:17
Ívan Guðjón Baldursson
Berenguer til Bilbao og Younes til Frankfurt (Staðfest)
Amin Younes er tæpir 170cm á hæð.
Amin Younes er tæpir 170cm á hæð.
Mynd: Getty Images
Tveir öflugir framherjar voru að yfirgefa ítalska boltann til að reyna fyrir sér í spænsku og þýsku deildinni.

Alex Berenguer er kominn til Athletic Bilbao sem greiðir 12 milljónir evra fyrir þennan fjölhæfa kantmann sem gerði 6 mörk í 29 deildarleikjum með Torino á síðustu leiktíð.

Berenguer er 25 ára gamall og spilaði 97 leiki á þremur árum hjá Torino.

Amin Younes er þá farinn til Eintracht Frankfurt á lánssamningi frá Napoli. Younes er knár kantmaður sem hefur ekki fundið taktinn frá komu sinni til Napoli.

Hann gekk í raðir Napoli sumarið 2018 eftir þrjú ár hjá Ajax. Hann hefur aðeins gert 4 mörk í 27 leikjum frá komu sinni til félagsins enda er honum yfirleitt skipt inn af bekknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner