Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 04. október 2020 15:47
Ívan Guðjón Baldursson
Emil spilaði allan leikinn - AZ missti niður fjögurra marka forystu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Mirko Kappes
Emil Hallfreðsson spilaði allan leikinn er Padova gerði jafntefli við Fano í ítölsku C-deildinni í dag.

Padova komst yfir undir lok fyrri hálfleiks en heimamenn í Fano náðu að jafna á 70. mínútu.

Emil lék sem djúpur miðjumaður og fékk gult spjald í upphafi síðari hálfleiks. Emil hefur byrjað báða deildarleiki Padova á tímabilinu en liðið er aðeins með eitt stig eftir tvær umferðir.

Fano 1 - 1 Padova
0-1 S. Della ('38)
1-1 R. Barbuti ('70)

Albert Guðmundsson á í erfiðleikum með að halda byrjunarliðssætinu hjá AZ Alkmaar sem heimsótti Sparta Rotterdam í ótrúlegum leik í dag.

Albert var ónotaður varamaður en keppinautar hans um byrjunarliðssæti settu tvennu hvor er AZ leiddi 0-4 í leikhlé.

Heimamenn í Rotterdam rifu sig í gang eftir leikhlé og náðu að jafna eftir dramatískan lokakafla.

Þetta er fyrsti leikurinn sem Albert er ekki í byrjunarliði AZ á tímabilinu en liðið er komið með þrjú stig eftir þrjú jafntefli.

Sparta Rotterdam 4 - 4 AZ Alkmaar
0-1 Z. Aboukhal ('9)
0-2 D. de Wit ('14)
0-3 Z. Aboukhal ('19)
0-4 D. de Wit ('33)
0-4 T. Koopmeiners, misnotað víti ('40)
1-4 A. Harroui ('57)
2-4 D. Abels ('64)
3-4 L. Thy ('88, víti)
4-4 S. Mijnans ('90)
Rautt spjald: M. Bizot, AZ ('85)

Theódór Elmar Bjarnason var í byrjunarliði Akhisarspor sem tapaði fyrir Samsunspor í tyrknesku B-deildinni.

Akhisarspor er aðeins með fjögur stig eftir fjórar umferðir og er hinn 33 ára gamli Elmar með fast sæti í byrjunarliðinu.

Samsunspor 1 - 0 Akhisarspor
1-0 I. Yavuz ('52)

Í kvennaboltanum var Sandra María Jessen í byrjunarliði Bayer Leverkusen sem tók á móti stórliði Wolfsburg í þýsku deildinni.

Sandra María spilaði fyrstu 85 mínúturnar í 0-4 tapi gegn Þýskalandsmeisturunum margföldu.

Leverkusen er með sex stig eftir fjórar umferðir. Wolfsburg er að sjálfsögðu með fullt hús stiga.

Leverkusen 0 - 4 Wolfsburg
0-1 L. Goessling ('4, víti)
0-2 P. Bremer ('15)
0-3 F. Rauch ('53)
0-4 L. Dickenmann ('64)
Athugasemdir
banner