Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 04. október 2020 12:23
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Atalanta skoraði fimm - Með 13 mörk eftir þrjár umferðir
Mynd: Getty Images
Atalanta 5 - 2 Cagliari
1-0 Luis Muriel ('7 )
1-1 Diego Godin ('24 )
2-1 Alejandro Gomez ('29 )
3-1 Mario Pasalic ('37 )
4-1 Duvan Zapata ('42 )
4-2 Joao Pedro ('52 )
5-2 Sam Lammers ('81 )

Atalanta tók á móti Cagliari í fyrsta leik dagsins í ítölsku Serie A deildinni og úr varð mikil markaveisla.

Heimamenn í Bergamó sóttu frá fyrstu til síðustu mínútu og fundu gestirnir frá Sardiníu engin svör.

Luis Muriel kom Atalanta yfir snemma leiks og jafnaði Diego Godin með skalla eftir hornspyrnu. Papu Gomez kom Atalanta aftur yfir áður en Mario Pasalic tvöfaldaði forystuna og Duvan Zapata setti fjórða markið.

Staðan var því orðin 4-1 eftir fyrri hálfleik og minnkaði Joao Pedro muninn enn frekar með laglegu marki í upphafi síðari hálfleiks.

Nær komust gestirnir þó ekki og innsiglaði varamaðurinn Sam Lammers sigurinn með laglegu marki á 81. mínútu þar sem hann fíflaði varnarmann Cagliari upp úr skónum með frábærum skærum.

Atalanta er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir á nýju tímabili og markatöluna 13-5. Cagliari er aðeins með eitt stig.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 32 16 7 9 57 38 +19 55
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 32 4 16 12 30 48 -18 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner
banner