Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 04. október 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeild kvenna: Afturelding hafði betur í sjö marka leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir 3 - 4 Afturelding
0-1 Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('6)
0-2 Ragna Guðrún Guðmundsdóttir ('40)
1-2 Hlín Heiðarsdóttir ('50)
1-3 Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('58)
1-4 Alda Ólafsdóttir ('62)
2-4 Laila Þóroddsdóttir ('63)
3-4 Hlín Heiðarsdóttir ('73)

Fallið lið Fjölnis tók á móti Aftureldingu í Lengjudeild kvenna í gærkvöldi og úr varð mikil markaveisla.

Mosfellingar tóku forystuna snemma leiks þegar Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir skoraði. Afturelding leiddi með tveimur mörkum í leikhlé en Hlín Heiðarsdóttir minnkaði muninn í upphafi síðari hálfleiks.

Afturelding kæfði þessa endurkomu í fæðingu þegar Guðrún Elísabet bætti öðru marki sínu við áður en Alda Ólafsdóttir setti fjórða mark gestanna.

Laila Þóroddsdóttir minnkaði muninn strax fyrir Fjölni og skoraði Hlín sitt annað mark en nær komust Grafarvogsmær ekki og lokatölur 3-4.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner