Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 04. október 2020 15:24
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi Max-deild kvenna: Þór/KA að bjarga sér
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þór/KA 1 - 0 Selfoss
1-0 Madeline Rose Gotta ('22)

Þór/KA tók á móti Selfossi í mikilvægum leik fyrir félagið sem er í óvæntri fallbaráttu.

Akureyringar byrjuðu leikinn af krafti og skoraði Madeline Rosa Gotta á 22. mínútu eftir frábært einstaklingsframtak þar sem hún fór afar illa með vörn Selfyssinga.

Bæði lið fengu færi til að bæta við marki en inn vildi boltinn ekki. Í síðari hálfleik komust Akureyringar nálægt því að tvöfalda forystuna en Selfyssingar náðu að bjarga skalla Örnu Sifar Ásgrímsdóttur á marklínu.

Seinni hálfleikurinn var afar bragðdaufur og virkuðu gestirnir frá Selfossi andlausir. Meira var ekki skorað og mikilvægur sigur Þórs/KA staðreynd.

Akureyringar eru svo gott sem búnir að bjarga sér frá falli í ár, nema FH komi til baka og beri sigur úr býtum gegn ÍBV. Sá leikur er í gangi þessa stundina og er staðan 1-0 þegar rétt rúmar tuttugu mínútur eru eftir.

Það tekur tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner