Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 04. október 2021 17:00
Elvar Geir Magnússon
Koulibaly: Rasistar eiga að fara í ævilangt bann
Koulibaly tekur myndavélafagn.
Koulibaly tekur myndavélafagn.
Mynd: EPA
Senegalski varnarmaðurinn Kalidou Koulibaly hjá Napoli segir að þeir áhorfendur sem séu með rasisma eigi að fara í ævilangt bann frá fótboltavöllum.

Koulibaly og liðsfélagi hans Victor Osimhen urðu fyrir kynþáttaníð í 2-1 útisigri Napoli gegn Fiorentina.

Sjá einnig:
Osimhen vill að foreldrar fræði börnin - „Þurfa að skilja hversu ógeðslegt þetta er"

Fiorentina sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hegðunin var fordæmt og sagt að félagið muni taka hart á málinu. Notast verður við öryggismyndavélar til að finna sökudólgana.

Ítalska knattspyrnusambandið er einnig með málið í skoðun.

Í færslu á Twitter segist Koulibaly meðal annars verið kallaður „apaskítur" af fólki í stúkunni.


Athugasemdir
banner