Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 05. febrúar 2020 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola vildi spila Neuer á miðjunni
Guardiola faðmar Manuel Neuer.
Guardiola faðmar Manuel Neuer.
Mynd: Getty Images
Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern München, greinir frá því að spænski knattspyrnustjórinn Pep Guardiola hafi hugsað sér að spila með markvörðinn Manuel Neuer á miðjunni.

Guardiola stýrði Bayern frá 2013 til 2016, en Neuer var þá markvörður liðsins og er það enn í dag.

Guardiola hugsar stundum út fyrir þægindarrammann þegar kemur að leikaðferðum og stöðum leikmanna. Hann spilaði til dæmis bakverðinum Philipp Lahm oft á miðjunni hjá Bayern. Hann hugsaði sér þá að spila með heimsklassa markvörðinn Neuer á miðju vallarins.

„Manuel fann upp þá list að vera fótboltamaður jafnt sem markvörður. Hann gjörbreytti stöðunni," sagði Rummenigge félagstímariti Bayern.

„Ég man þegar Pep Guardiola, eftir að hafa unnið þýsku úrvalsdeildina, stakk upp á þeirri hugmynd að setja hann á miðjuna í einum leik."

„Einhverjir hefðu túlkað það sem hroka, en ég er viss um að Manu hefði staðið sig vel á miðjunni," segir Rummenigge.

Guardiola er í dag stjóri Man City. Þar er talað um að leikmenn séu orðnir þreyttir á sífelldum breytingum hans.
Athugasemdir
banner