Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   þri 04. febrúar 2020 17:30
Elvar Geir Magnússon
Óánægðir með endalausar breytingar Guardiola
Pep Guardiola, stjóri City.
Pep Guardiola, stjóri City.
Mynd: Getty Images
Daily Mail segir að leikmenn Manchester City hafi látið Pep Guardiola vita af óánægju sinni með sífelldar breytingar stjórans á byrjunarliði og leikaðferð.

Guardiola hefur ekki haldið sig við sama byrjunarlið tvo leiki í röð á þessu tímabili og hefur mikið verið að hringla í leikkerfinu síðan Mikel Arteta hætti sem aðstoðarmaður.

Guardiola er sagður hafa kallað eftir uppástungum frá leikmönnum um hvar hægt væri að gera betur. City er nú 22 stigum á eftir toppliði Liverpool.

Guardiola hefur gert 76 breytingar á liði sínu í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Frank Lampard er í öðru sæti á þeim lista með 60 breytingar en Jurgen Klopp hefur framkvæmt 46 breytingar.

Síðar í þessum mánuði mun City leika gegn Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Sagt er að einhverjir leikmenn City hafi kvartað yfir þessum sífelldu breytingum þegar málin voru rædd í klefanum eftir 2-0 tapið gegn Tottenham á sunnudag.

Orðaðir við varnarmenn
Sagt er að Guardiola vilji bæta við tveimur varnarmönnum í hóp sinn fyrir næsta tímabil. Pau Torres hjá Villarreal, Ruben Dias hjá Benfica, Lewis Dunk hjá Brighton og Milan Skriniar hjá Inter eru sagðir á blaði Manchester City.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 36 26 5 5 88 28 +60 83
2 Man City 35 25 7 3 87 33 +54 82
3 Liverpool 36 23 9 4 81 38 +43 78
4 Aston Villa 36 20 7 9 73 53 +20 67
5 Tottenham 35 18 6 11 69 58 +11 60
6 Newcastle 35 17 5 13 78 56 +22 56
7 Chelsea 35 15 9 11 70 59 +11 54
8 Man Utd 35 16 6 13 52 55 -3 54
9 West Ham 36 13 10 13 56 70 -14 49
10 Bournemouth 36 13 9 14 52 63 -11 48
11 Brighton 35 12 11 12 53 57 -4 47
12 Wolves 36 13 7 16 49 60 -11 46
13 Fulham 36 12 8 16 51 55 -4 44
14 Crystal Palace 36 11 10 15 49 57 -8 43
15 Everton 36 12 9 15 38 49 -11 37
16 Brentford 36 9 9 18 52 60 -8 36
17 Nott. Forest 36 8 9 19 45 63 -18 29
18 Luton 36 6 8 22 49 78 -29 26
19 Burnley 36 5 9 22 39 74 -35 24
20 Sheffield Utd 36 3 7 26 35 100 -65 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner