Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 05. febrúar 2020 14:00
Elvar Geir Magnússon
Veðmálaauglýsingar og VAR ekki á förum
Richard Masters.
Richard Masters.
Mynd: Getty Images
Richard Masters, nýr framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, segir að deildin ætli ekki að banna félögum sínum að hafa veðmálaauglýsingar á treyjum sínum.

Breska ríkisstjórnin er að endurskoða reglur varðandi veðmálastarfssemi og segir Masters að deildin muni vinna með stjórnvöldum.

Hann segir þó að deildin vilji ekki skipta sér af ákvörðunum félaga sinna um hvort þau beri veðmálaauglýsingar eða ekki.

„Íþróttir og veðmálastarfsemi hafa lengi fylgst. Félögin okkar ráða því hvort þau séu í tengslum við veðmálafyrirtæki eða ekki," segir Masters.

Þá sagði Masters að VAR myndbandsdómgæslutæknin væri komin til að vera.

„Það er alveg klárt að VAR verður líka á næsta tímabili. Við munum vinna í því að lagfæra þau vandamál sem við höfum verið að stríða við. Rannsóknir sýna að 94% stórra ákvarðana sem eru teknar með aðstoð VAR eru réttar."
Athugasemdir
banner
banner
banner