Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 05. maí 2022 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Moyes: Ætli sé komið að mér núna?
Mynd: Getty Images

Stórleikur Eintracht Frankfurt og West Ham í undanúrslitum Evrópudeildarinnar er að hefjast.


David Moyes svaraði spurningum fyrir leik og sagðist vera gríðarlega spenntur fyrir því sem gæti verið sögulegur dagur fyrir West Ham United.

„Þegar maður er svona nálægt þessu þá getur maður ekki annað en hugsað með sér: Ætli sé komið að mér núna? Er þetta tækifærið mitt? Ég verð að vona að núna sé minn tími kominn," sagði Moyes, sem tók við West Ham í fallbaráttu fyrir tveimur og hálfu ári síðan.

„Ég vil ekki fara aftur til baka og ég held að enginn hjá félaginu vilji það. Ég vil að fólk horfi á nýtt West Ham, með ungt lið og stjörnur eins og Declan Rice og Jarrod Bowen í fararbroddi. 

„Við viljum byggja bjarta framtíð fyrir félagið og sigur í kvöld myndi hjálpa mikið til við það. Þetta hefur verið frábært ferðalag og ég sé ekki hvers vegna því ætti að ljúka hér."



Athugasemdir
banner
banner