Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 05. maí 2022 21:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ógeðslegar barsmíðar í Marseille
Mynd: Getty Images

Fótboltabullur frá Marseille og Rotterdam eru þekktar um alla Evrópu og valda sífelldum vandræðum í leikjum sínum bæði í Evrópukeppnum og deildarkeppni heimafyrir.


Þessar bullur mættust á götum Marseille fyrir undanúrslitaleik Sambandsdeildarinnar þegar Marseille gerði markalaust jafntefli við Feyenoord.

Feyenoord fer því í úrslitaleikinn og spilar þar við Roma eftir 3-2 sigur í fyrri leiknum í Rotterdam.

Það voru átök í Rotterdam en það hafa ógeðsleg myndbönd af atvikunum í Marseille verið birt og má sjá brot af þeim hér fyrir neðan.

Einhverjir Íslendingar kannast við gestrisnina í Marseille eftir EM 2016 þar sem friðsælir stuðningsmenn voru bæði lamdir og rændir.

Athugið að myndböndin hér fyrir neðan eru ekki fyrir viðkvæma, nema þessi síðustu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner