Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 05. júní 2022 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hjörtur í aðgerð eftir langt og strangt tímabil
Hjörtur Hermannsson.
Hjörtur Hermannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn Hjörtur Hermannsson er ekki í landsliðshópi Íslands í yfirstandandi verkefni þar sem liðið leikur fjóra leiki; þrjá leiki í Þjóðadeildinni og einn vináttulandsleik.

Hjörtur hefði eflaust verið í hópnum ef hann væri ekki á leið í aðgerð núna eftir langt og strangt tímabil á Ítalíu.

Hjörtur hefur verið að glíma við meiðsli undir lok tímabilsins en náði samt að hjálpa sínu liði á lokasprettinum. Hann mun núna fara í aðgerð til þess að mæta heill heilsu til baka á næstu leiktíð.

Varnarmaðurinn var hársbreidd frá því að komast upp í ítölsku úrvalsdeildina á sínu fyrsta tímabili með Pisa á Ítalíu. Liðið tapaði í úrslitum umspilsins gegn Monza.

Hjörtur, sem er 27 ára, á að baki 25 A-landsleiki fyrir Ísland og hefur skorað eitt mark í þeim.
Athugasemdir
banner
banner