Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 05. júní 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Renato Sanches nær samkomulagi við Milan
Renato Sanches
Renato Sanches
Mynd: Getty Images
Ítalski miðillinn Gazzetta dello Sport greinir frá því að portúgalski miðjumaðurinn Renato Sanches sé skrefi nær því að ganga í raðir Milan.

Þessi 24 ára gamli leikmaður varð franskur meistari með Lille á síðasta ári og hefur verið einn af öflugustu mönnum liðsins frá því hann kom frá Bayern München fyrir þremur árum.

Hann þótti eitt sinn efnilegasti leikmaður heims er hann var á mála hjá Benfica fyrir sex árum og kom meðal annars við sögu með portúgalska landsliðinu sem vann Evrópumótið sama ár en það lá allt niður á við eftir það.

Renato náði sér aldrei á strik hjá Bayern og var lánaður í fallbaráttulið Swansea árið 2017 en var ólíkur sjálfum sér og náði ekki að hjálpa liðinu að bjarga sér frá falli.

Nú hefur hann náð sér aftur á strik og er klár í að taka næsta skrefið á ferlinum. Renato er búinn að ná samkomulagi um kaup og kjör hjá ítalska meistaraliðinu Milan og á félagið aðeins eftir að komast að samkomulagi við Lille um kaupverð.

Milan ætlar að styrkja hópinn verulega sumar. Divock Origi er á leið frá Liverpool og þá er Sven Botman, liðsfélagi Renato, einnig sagður í viðræðum við félagið.
Athugasemdir
banner
banner