Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 05. júní 2022 11:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Salah til Barcelona næsta sumar?
Powerade
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Slúðurpakki dagsins, tekinn saman af BBC, er kominn í hús.


Manchester United vonast til að ná að lokka Christian Eriksen á frjálsri sölu til félagsins en hann er að yfirgefa Brentford. (Sunday Mirror)

United ætlar einnig að næla í Frenkie de Jong, 25, miðjumann Barcelona. (Daily Star)

Arsenal er tilbúið að bjóða Gabriel Jesus 190 þúsund pund á viku (Sun)

Barcelona hefur tjáð Mohamed Salah, leikmanni Liverpool að hann sé velkominn til félagsins næsta sumar. (Sunday Mirror)

Liverpool hefur blandað sér í baráttuna um Raphinha, vængmann Brasilíu og Leeds til að taka við af Sadio Mane sem er að yfirgefa félagið. (Sunday Mirror)

Mane er 100% viss um að hann vilji yfirgefa félagið, hann er orðaður við Bayern Munchen en hann hefur ekki beðið um nýjan samning á Anfield. (Sunday Telegraph)

Chelsea er að vinna kapphlaupið um undirskrift Ousmane Dembele leikmann Barcelona en samningur hans við spænska félagið rennur út í lok þessa mánaðar. (Talksport)

Jose Mourinho stjóri Roma og Zinedine Zidane eru líklegastir til að taka við af Mauricio Pochettino stjóra PSG. (Mail)

Nottingham Forest ætlar að bjóða 12 milljónir punda í Nick Pope markvörð Burnley en hann er metinn á 40 milljónir. (Sun)

Tottenham, Newcastle og Aston Villa hafa áhuga á Yannick Carrasco vængmanni Atletico Madrid. (Fichajes)

Tottenham hefur einnig áhuga á franska framherjanum Allan Saint-Maximin leikmanni Newcastle. (Football London)

Newcastle þarf að borga 50 milljónir punda fyrir Nathan Ake frá Manchester City. (Sun)

Crystal Palace er að íhuga tilboð í Joe Aribo miðjumann Rangers. (The Athletic)

Wolves er nálægt því að ganga frá kaupum á Goncalo Inacio, 20, varnarmanni Sporting Lisbon, fyrir 30 milljónir punda. (Mirror Online)

Wolves hefur einnig verið orðað við Haris Seferovic framherja Benfica og svissneska landsliðsins eftir að Bruno Lage sást með þessum þrítuga leikmanni. (Semih Atlilar)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner