Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   mán 05. júlí 2021 22:06
Arnar Daði Arnarsson
Davíð Smári: Finnst við yfirspila besta lið deildarinnar
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nathan Dale verður frá keppni næstu vikurnar.
Nathan Dale verður frá keppni næstu vikurnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Smári þjálfari Kórdrengja var að vonum svekktur en að sama skapi stoltur af frammistöðu síns liðs eftir 4-3 tap gegn toppliði Fram í 10. umferð Lengjudeildarinnar í kvöld.

Eftir að staðan hafi verið jöfn í hálfleik 2-2 komust Kórdrengir yfir í upphafi seinni hálfleiks. Stuttu síðar misstu þeir leikmann af velli og Framarar nýttu sér það og skoruðu síðustu tvö mörk leiksins.

Lestu um leikinn: Fram 4 -  3 Kórdrengir

„Ég verð að viðurkenna það að ég er gríðarlega stoltur af liðinu og liðsheildinni. Það er einhvernvegin alveg sama hvað er reynt að gera til að brjóta okkur, einum manni færri eða hvað sem það er, þá er það aldrei að sjá á liðinu. Við erum alltaf klárir og höldum alltaf áfram," sagði Davíð Smári sem var ekki sannfærður um að Davíð Þór Ásbjörnsson hafi átt að fá sitt annað gula spjald í stöðunni 3-2.

„Fyrir mér þá fannst mér þetta helvíti soft. Vissulega er tæklingin tekin af fullum krafti en hann fer aldrei í manninn, eins og ég sé þetta. En eins og ég hef sagt áður að við vitum það þegar við förum inn í mótið og finnum það í mótinu að línan gagnvart okkur er frekar sérstök," sagði Davíð Smári og hélt áfram.

„Ég upplifi það en það þýðir ekki að við séum að væla yfir því. Okkur er í rauninni alveg sama. Eins og ég sagði, þá þarf í rauninni ansi mikið til að brjóta okkur niður og við höfum alveg rætt þetta að við ætlum ekki að láta þetta pirra okkur. Við ætlum að halda frekar áfram, alveg sama hvernig það er."

„Stigalega séð þá fáum við ekkert útúr leiknum en liðið fær helling úr þessum leik. Við erum að spila gegn besta liði deildarinnar og mér finnst við yfirspila þá í 90 mínútur plús. Við fáum helling útúr því og við tökum það með okkur í næsta leik," sagði Davíð Smári þjálfari Kórdrengja.

Hann var spurður út í meiðsli Nathan Dale sem verður frá næstu vikurnar eftir að hafa brotnað á ökkla. Eins var hann spurður út í markmannsstöðuna en liðið missti á dögunum markvörð sinn, Lukas Jensen aftur til baka til Burnley.
Athugasemdir
banner
banner