Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 05. júlí 2021 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ráðleggur Löw að gerast sérfræðingur í sjónvarpi
Joachim Löw, fyrrum landsliðsþjálfari Þýskalands.
Joachim Löw, fyrrum landsliðsþjálfari Þýskalands.
Mynd: Getty Images
Joachim Löw hefur stýrt þýska landsliðinu í síðasta sinn. Liðið féll úr leik í 16-liða úrslitunum á EM gegn Englandi.

Löw gerði Þýskaland að heimsmeisturum 2014 en síðustu ár hefur leiðin verið niður á við og verður hann ekki áfram með liðið. Hansi Flick, fyrrum aðstoðarmaður Löw, tekur núna við þýska landsliðinu.

Löw þekkir varla annað en að stýra þýska landsliðinu; hann hefur gert það frá 2006. Hinn 61 árs gamli Löw var áður þjálfari Stuttgart, Fenerbahçe og Austria Vín meðal annars.

Ottmar Hitzfeld, fyrrum þjálfari Dortmund, Bayern München og þýska landsliðsins, telur að það yrði best fyrir Löw að fara að vinna sem sérfræðingur í sjónvarpi núna.

„Það mikið stress að stýra liði í 60 leikjum á ári. Ég get bara ráðlagt honum að vinna sem sérfræðingur í sjónvarpi, það er besta starfið," sagði Hitzfield við Sportbuzzer.
Athugasemdir
banner
banner
banner