Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 05. september 2018 09:45
Magnús Már Einarsson
Hernandez á óskalista Man Utd
Powerade
Pogba er fastagestur í slúðurpakkanum.
Pogba er fastagestur í slúðurpakkanum.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru klár með allt helsta slúðrið í dag.



Luis Suarez, framherji Barcelona, myndi vilja fá Paul Pogba til félagsins frá Manchester United. Pogba hefur verið orðaður við brottför frá United undanfarnar vikur. (ESPN)

Aðrar fréttir segja að Pogba vilji spila undir stjórn Zinedine Zidane í framtíðini en það er átrúnaðargoð hans. Þessar fréttir ýta undir að Manchester United reyni að fá Zidane til að taka við stjórastöðunni af Jose Mourinho. (Metro)

Julen Lopeteugi, þjálfari Real Madrid, hefur blásið á fréttir þess efnis að félagið sé að reyna að fá Neymar (26) og Kylian Mbappe (19) frá PSG. (Express)

Sjö af stærstu félögum Evrópu, þar af ensku félögin Manchester City, Chelsea, Manchester United og Liverpool, hafa eytt meira en 900 milljónum punda í leikmenn síðan árið 2010. (Mail)

Manchester United er að íhuga að fá Lucas Hernandez (22) varnarmann Atletico Madrid í sínar raðir. (Star)

Sporting Lisabon gæti reynt að fá varnarmanninn John Terry (37) í sínar raðir ef Pedro Madeira Rodrigues vinnur forsetakosningar sem eru framundan hjá félaginu. Terry er félagslaus en Aston Villa hefur sýnt áhuga á að semja við hann á ný. (Mirror)

Benjamin Pavard (22) hægri bakvörður franska landsliðsins hefur blásið á sögusagnir þess efnis að hann hafi samþykkt að fara frá Stuttgart til Bayern Munchen, (Sky sports)

Harry Maguire (25) varnarmaður Leicester segir að Manchester United hafi reynt að fá hann í sumar. Maguire segist hafa skuldað Leicester að vera áfram hjá félaginu. (Mirror)

Jordan Henderson (28) fyrirliði Liverpool segist ennþá þurfa að bæta leik sinn. Henderson var að skrifa undir nýjan fimm ára samning við Liverpool. (Sky Sports)

Umboðsmaður Laurent Koscielny (32) segir að varnarmaðurinn hafi íhugað að yfirgefa Arsenal áður en hann sleit hásin í maí. (ESPN)
Athugasemdir
banner