Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 05. september 2020 10:15
Ívan Guðjón Baldursson
Allan orðinn leikmaður Everton (Staðfest)
Allan spilaði yfir 200 leiki á fimm árum hjá Napoli.
Allan spilaði yfir 200 leiki á fimm árum hjá Napoli.
Mynd: Getty Images
Everton er búið að staðfesta komu brasilíska miðjumannsins Allan til sín frá Napoli.

Allan er nýlega búinn að vinna sér inn sæti í brasilíska landsliðinu eftir að hafa verið lykilmaður hjá Udinese og Napoli síðasta áratug.

Carlo Ancelotti hefur miklar mætur á Allan eftir að hafa þjálfað hann hjá Napoli. Allan og Richarlison eru félagar í brasilíska landsliðinu og er samlandi þeirra Bernard einnig á mála hjá Everton.

Everton er talið greiða 21 milljón punda fyrir Allan sem verður að teljast ansi vel gert.

Allan er annar leikmaðurinn sem gengur í raðir Everton í sumar eftir komu Niels Nkounkou. Það styttist þó óðfluga í að tveir aðrir miðjumenn gangi í raðir félagsins, þeir heita Abdoulaye Doucoure og James Rodriguez.


Athugasemdir
banner
banner
banner