Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 05. september 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Fjölnir tekur á móti Blikum
Mynd: Hulda Margrét
Það eru tíu leikir á dagskrá í íslenska boltanum í dag þar sem Fjölnir tekur á móti Breiðabliki í Pepsi Max-deild karla.

Blikar geta komist upp í annað sæti deildarinnar með sigri og verið þá fimm stigum á eftir toppliði Vals. Staða Fjölnis er talsvert verri þar sem þeir gulu og bláu verma botnsæti deildarinnar og eru sjö stigum frá öruggu sæti.

Leikurinn fer fram í Grafarvogi og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Þá eru tveir leikir á dagskrá í 2. deild karla þar sem Njarðvík getur reynt að brúa bilið á milli sín og toppliðanna með sigri. Í 2. deild kvenna eiga Hamrarnir leik við ÍR.

Þá er einnig leikið í 4. deild karla en stærsti leikurinn hér á landi fer fram á Laugardalsvelli, þegar Ísland tekur á móti Englandi í Þjóðadeildinni klukkan 16:00.

Pepsi Max-deild karla
13:00 Fjölnir-Breiðablik (Stöð 2 Sport - Extra völlurinn)

2. deild karla
12:00 Þróttur V.-Völsungur (Vogaídýfuvöllur)
14:00 KF-Njarðvík (Ólafsfjarðarvöllur)

2. deild kvenna
14:00 Hamrarnir-ÍR (Boginn)

4. deild karla - B-riðill
12:00 Stokkseyri-KFR (Stokkseyrarvöllur)

4. deild karla - C-riðill
12:00 Hamar-Samherjar (Grýluvöllur)
12:00 Ísbjörninn-Skallagrímur (Kórinn - Gervigras)
12:00 Berserkir-KM (Víkingsvöllur)
13:00 KÁ-KFB (Ásvellir)

4. deild karla - D-riðill
12:00 Hvíti riddarinn-KH (Varmárvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner