Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 05. september 2021 16:15
Aksentije Milisic
England: Meistararnir töpuðu - Dagný utan hóps
Mynd: Getty Images
Enska ofurdeildin, efsta deild kvenna á Englandi, hófst í dag þegar fyrsta umferðin fór af stað.

Meistararnir í Chelsea byrja ekki vel en liðið tapaði 3-2 gegn Arsenal á útivelli. Bethany Mead gerði tvennu fyrir Arsenal í stórleiknum í dag.

Dagný Brynjarsdóttir var ekki í leikmannahópi West Ham í dag sem tók á móti Brighton. Leiknum lauk með 2-0 sigri Brighton þar sem Inessa Kaagman og Geum-Min Lee sáu um að skora mörkin.

Hawa Cissoko fékk rautt spjald í liðið West Ham í fyrri hálfleik og því þurftu gestirnir að spila einum færri í um klukkustund.

Arsenal 3-2 Chelsea

Brighton 2-0 West Ham
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner