Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 05. september 2022 19:27
Brynjar Ingi Erluson
Pogba fer í aðgerð og mun líklega missa af HM - „Raunhæfur möguleiki að fá hann aftur í janúar"
Paul Pogba
Paul Pogba
Mynd: Getty Images
Paul Pogba, leikmaður Juventus, þarf að bíða eftir endurkomu sinni með Juventus, en hann meiddist á annarri æfingu sinni eftir meiðsli í dag og mun líklega missa af heimsmeistaramótinu með franska landsliðinu.

Pogba kom aftur til Juventus á frjálsri sölu frá Manchester United í sumar en meiddist snemma á undirbúningstímabilinu.

Hann fann fyrir óþægindum í hné en félagið ákvað í samráði við Pogba að setja hann í sérstaka endurhæfingu til að koma honum aftur á völlinn.

Pogba byrjaði á dögunum að æfa aftur eftir meiðslin en í dag meiddist hann aftur og hefur nú verið ákveðið að senda hann í aðgerð. Massimo Allegri, þjálfari Juventus, segir að hann verði líklega frá fram í janúar og þýðir það að hann fer ekki með Frökkum á HM í Katar.

„Í morgun æfði Paul Pogba í annað sinn, en þurfti að hætta og þá var ákveðið að senda hann í aðgerð. Það er raunhæfur möguleiki að hann mæti aftur á völlinn í janúar," sagði Allegri.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner