Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 05. október 2020 22:15
Ívan Guðjón Baldursson
Partey í Arsenal (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn öflugi Thomas Partey er búinn að skrifa undir fimm ára samning við Arsenal, sem borgar 50 milljónir evra til að leysa hann undan samningi hjá Atletico Madrid.

Arsenal ákvað að greiða upp söluákvæðið í samningi hans eftir að Atletico neitaði að samþykkja lægra tilboð.

Partey hefur verið lykilmaður í sterku liði Atletico undanfarin þrjú ár og gæti skipt sköpum fyrir Arsenal í vetur. Arsenal sárvantar öflugan miðjumann og hefur verið á höttunum eftir Partey í meira en ár.

Þessi landsliðsmaður Gana fer væntanlega beint inn í byrjunarliðið hjá Arsenal og verður áhugavert að sjá hverjum tekst að vinna sér inn sæti við hlið hans. Granit Xhaka, Mohamed Elneny og Dani Ceballos koma til greina.


Athugasemdir
banner
banner