Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 05. október 2021 18:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: RÚV 
Sif að kveðja Kristianstad - Spilar líklega á Íslandi næsta sumar
Sif í leik með Kristianstad á tímabilinu.
Sif í leik með Kristianstad á tímabilinu.
Mynd: Kristianstad
Sif Atladóttir er á förum frá Kristianstad, félagið greinir frá þessu á heimasíðu sinni. Það er RÚV sem vekur athygli á þessu.

Sif mun klára tímabilið með sænska félaginu en mun í kjölfarið halda annað.

Fyrr í dag var greint frá því að Björn Sigurbjörnsson, eiginmaður Sifjar, hefði verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Selfoss.

Kristianstad seg­ir að Sif muni því spila með öðru liði á næsta ári en það muni skýr­ast eft­ir nokkr­ar vik­ur hvaða lið það verður. Talsverðar líkur eru því á því að Sif spili með félagi á höfuðborgarsvæðinu eða þá Selfossi á næsta tímabili.

Sif gekk í raðir Kristianstad árið 2011 en þá kom hún frá þýska félaginu Saarbrücken. Elísabet Gunnarsdóttir hefur verið þjálfari sænska félagsins síðustu tólf ár og því í allan tíma Sifjar hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner