Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 05. október 2021 10:53
Elvar Geir Magnússon
Yfirlýsing frá forseta Fiorentina: Vlahovic hafnaði metsamningi
Dusan Vlahovic er eftirsóttur.
Dusan Vlahovic er eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Rocco Commisso.
Rocco Commisso.
Mynd: Getty Images
Serbneski sóknarmaðurinn Dusan Vlahovic hjá Fiorentina hefur hafnað samningstilboði sem hefði gert hann að launahæsta leikmanni í sögu félagsins.

Mörg stór félög renna hýru auga til hans og líklegt er að þessar fréttir munu koma áhugaverðri atburðarás af stað.

Rocco Commisso, forseti Fiorentina, hefur reynt að gera nýja samning við hinn 21 árs Vlahovic og lagt á það mikla áherslu. Commisso sendi hinsvegar frá sér yfirlýsingu í morgun.

Í yfirlýsingunni segist hann hafa lofað að upplýsa stuðningsmenn um samningamál Vlahovic en núgildandi samningur er til 2023.

„Eins og þið vitið þá gerði Fiorentina leikmanninum bitastætt tilboð. Hann hefði orðið launahæsti leikmaður í sögu félagsin. Við endurbættum tilboðið nokkrum sinnum til að verða við óskum Dusan og umboðsmanna hans. Þrátt fyrir tilraunir okkar hefur tilboðunum ekki verið tekið," segir Commiso.

Hann segist hafa reynt allt til að finna lausnir svo bæði leikmaðurinn og félagið væru ánægð. Það væru sér mikil vonbrigði að það hefði ekki skilað árangri.

„Dusan Vlahovic er með samning við Fiorentina næsta 21 mánuð. Við erum ekki í nokkrum vafa um að leikmaðurinn haldi áfram að gera sitt besta til að hjálpa liðinu og sýni áfram sömu fagmennsku og hann hefur gert síðan hann kom til Flórens," segir Commisso.

Vlahovic hefur verið orðaður við Manchester City, Chelsea, Tottenham, Juventus, Inter, Atletico Madrid og fleiri félög.
Athugasemdir
banner
banner
banner