Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 06. janúar 2020 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: ÍBV 
Guðjón Ernir til ÍBV (Staðfest)
Mynd: Hanna Símonardóttir
ÍBV er búið að styrkja hópinn sinn mikið eftir vonbrigðin á síðustu leiktíð. Guðjón Ernir Hrafnkelsson er nýjasta viðbótin við leikmannahóp Eyjamanna.

Guðjón Ernir er 19 ára gamall og getur leikið á hægri kanti og bakverði. Hann skrifar undir þriggja ára samning við ÍBV sem gildir út keppnistímabilið 2022.

Guðjón á 46 keppnisleiki að baki fyrir Hött/Hugin í 2. og 3. deild og hefur gert í þeim þrjú mörk.

Guðjón þykir mikið efni og var valinn í U19 ára landsliðið á dögunum ásamt Eyjamanninum Tómasi Bent Magnússyni, sem er frændi Guðjóns.

„Knattspyrnuráð karla er gríðarlega ánægt með að fá Guðjón til ÍBV. Guðjón er fluttur til Vestmannaeyja og tekur slaginn með okkur alla leið," segir meðal annars á vefsíðu ÍBV.
Athugasemdir
banner
banner
banner