Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 06. júní 2022 14:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gavi yngsti markaskorari í sögu Spánverja
Mynd: EPA

Spænski miðjumaðurinn Gavi er gríðarlega mikið efni og var í byrjunarliði spænska landsliðsins í Þjóðadeildinni í gær.


Spánn heimsótti þar Tékkland og lenti undir snemma leiks en Gavi jafnaði leikinn með marki skömmu fyrir leikhlé.

Þetta var fyrsta mark Gavi fyrir Spán og varð hann um leið yngsti markaskorari í sögu landsliðsins.

Gavi, sem lék 47 leiki fyrir Barcelona á tímabilinu, var aðeins 17 ára og 304 daga gamall í gær. Hann bætti þar með met Ansu Fati sem var 17 ára og 311 daga gamall þegar hann gerði sitt fyrsta mark fyrir landsliðið.

Gavi hefur spilað 8 leiki fyrir Spán en þar áður hafði hann spilað 12 leiki fyrir U15, U16 og U18 landsliðin.


Athugasemdir
banner
banner