Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 06. júlí 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spútnikliðið frá 2014 olli vonbrigðum - Þjálfaranum sparkað
Oscar Ramirez.
Oscar Ramirez.
Mynd: Getty Images
Oscar Ramirez fær ekki að halda áfram sem landsliðsþjálfari Kosta Ríka eftir dapran árangur á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Kosta Ríka endaði á botni E-riðils með eitt stig.

Fyrir fjórum árum síðan var Kosta Ríka það lið sem kom mest á óvart. LIðið komst þá í 8-liða úrslit þrátt fyrir að hafa verið í riðli með Englandi, Ítalíu og Úrúgvæ.

Í 8-liða úrslitunum tapaði Kosta Ríka í vítaspyrnukeppni fyrir Hollandi. Það var eftirminnilegur leikur í ljósi þess að Louis van Gaal, þjálfari Hollands, gerði markvarðarbeytingu stuttu fyrir leikslok. Hann setti Tim Krul í markið og það reyndist vel.

Ramirez var þjálfari Kosta Ríka árið 2015 en hann náði ekki að skila þeim árangri sem vonast var eftir. Nú verður þjálfarabreyting.

Forseti knattspyrnusambands Kosta Ríka fullyrðir það að þjóðin verði með í Katar 2022.
Athugasemdir
banner
banner
banner